Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Heimabarinn

Það er alls ekki svo flókið að blanda góðan og girnilegan kokteil heima, þó ekki sé fullkominn bar til staðar. Það þarf til  dæmis ekki nema eina áfengistegund til að gera frábæra og lystuga kokteila eins og Mojito, Daquiri og Jarðarberja Daquiri.  Það er því ekki lífsnauðsynlegt að eiga fjöldann allan af líkjörum og sterku áfengi til þess að geta boðið gestum upp á  fjölbreytt og skemmtilegt úrval drykkja í samkvæmum. Til þess að kokteillinn heppnist vel er nauðsynlegt að mæla rétt það sem á að fara í hann og er því mikilvægt að hafa sjússamæli, en einnig má notast við skotglas, staup eða jafnvel eggjabikar.  Svo þarf að sjálfsögðu eitthvað til að blanda í, kokteilhristara og/eða rafmagnsblandara (mixer). Ef hvorugt er fyrir hendi má notast við niðursuðukrukkur með þéttu loki til að hrista kokteila. Svo þarf nokkra hluti sem finna má í áhaldaskúffunni í eldhúsinu, eins og t.d. skurðarbretti, hníf til að skera niður ávexti, sítrónupressu, upptakara og tappatogara. Þá eru það glösin, það þarf ekki að eiga allar tegundir af glösum en gott er að hafa kokteilglös eða svokölluð Martiniglös, hvítvíns eða rauðvínsglös, longdrinkglös og viskíglös, því drykkirnir líta betur út í glösum sem henta þeim vel. Þegar áfengi er borið fram hugar ábyrgur gestgjafi ávallt að því að bera fram eitthvert snarl fyrir gestina sína svo allir njóti kvöldsins sem best. Hér eru svo uppskriftirnar af fyrrnefndum kokteilum. Hráefnin sem þarf í þessa drykki eru: Romm, sítrónur, lime, jarðarber, hrásykur, flórsykur og sódavatn fyrir þá sem það vilja.

Mojito

Daquiri

Jarðaberja Daquiri

 

Páll Sigurðsson, vínsérfræðingur (úr Vínblaðinu, 1.tbl.7.árg.)