Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bjór með mat eða matur með bjór?

Hver sem áherslan kann að vera er gott að hafa í huga nokkur atriði þegar á að leiða þessa hluti saman. Sumir bragðþættir í bjórnum ýta undir ákveðna eiginleika í matnum og öfugt, því er betra að þekkja þá bragðþætti sem vinna saman, en einnig getur verið gott að hafa mótvægi.

Sætur matur kallar á sætan bjór, en einnig gefur þurrari bjór gott mótvægi, sérstaklega ef um bragðþungan rétt er að ræða.

Súr matur er bestur með nokkuð súrum bjór, eða áberandi humluðum.

Feitur matur nýtur sín best með nokkrum humlalíkum bjór, en sýra vinnur einnir á fitunni.

Kryddaður matur virkar mildari með maltmiklum bjór, en humlar auka á sterka bragðið. Léttur bjór með léttari mat, þungur með þyngri. Þetta er alls ekki algild regla, stundum er gott að hafa mótvægi. Oft er tilvalið að velja bjór frá sama landi og rétturinn er. Þeir hafa þróast saman, eða lagast hver að öðrum. Ef rétturinn inniheldur bjór er gott að drekka sama bjór með. En stundum getur annar karakter átt betur við. Í bjórsmökkun er best að byrja á léttari, minna beiskum bjór og vinna sig upp.