Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Þorrabjór

14.01.2020

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum. Þessar vinsældir hafa brugghús landsins nýtt sér og er það mikið gleðiefni fyrir bjóráhugamenn sem geta nú beðið spenntir eftir því hvað brugghúsin bjóða upp á um páskana, á sumrin, í kringum októberfest, um jólin og á þorranum.

Portvín fyrir hátíðina

06.12.2019

Douro dalurinn í Portúgal dregur nafn sitt af samnefndri á sem rennur vestur yfir landamæri Spánar til Oporto þar sem áin mætir Atlantshafi. Dalurinn er óumdeilanlega eitt fegursta vínræktarsvæði heims og bæði hann og borgin Oporto eru vernduð svæði á heimsminjaskrá UNESCO.

Sérrí

26.11.2019

Sérrí er tegund styrktra vína sem hefur átt undir högg að sækja, en er tegund áfengis sem er svo sannarlega vert að gefa tækifæri. Undanfarin ár hefur verið ágætis uppgangur í London þar sem barir og veitingastaðir bjóða gott úrval af sérríi en það hefur þó ekki verið nóg til að reisa við dalandi sölu.

Írsk viskí

07.11.2019

Flestir sérfræðingar telja að bestu viskí veraldar komi frá Skotlandi, kannski réttilega, kannski ekki. Það eru þó að sjálfsögðu önnur lönd sem framleiða hágæða viskí eins og Japan, Bandaríkin, Ástralía, Ísland og Írland svo fá ein séu nefnd. En stöldrum aðeins við Írland.

Grillað lamb

29.08.2019

Þegar á að grilla er best að velja feitari bitana af lambinu, því að þessi eldunaraðferð þurrkar upp fitulausa bita. Þá er ráðið annaðhvort að bera fitu á kjötið sem á að grilla, eða hafa vöðvann...

Ofnsteikt lamb

29.08.2019

Ofnsteikt lambalæri eða hryggur eru sígildir íslenskir veisluréttir. Það er fátt betra en gómsætt ofnsteikt lamb með eftirlætis kryddunum okkar og uppáhalds meðlætinu. Þá förum við líka í veislugírinn og gerum vel við okkur í víni...

Reykt lambakjöt

29.08.2019

Það er þekkt um allan heim að nota reykt kjöt eða pylsur sem bragðgjafa í fersk salöt, en þunnar sneiðar af slíku kjöti gefa salatinu mjög afgerandi bragð...

Lambapottréttir

29.08.2019

Lambapottréttir eru algengir í matarflóru margra heimshluta. Áður fyrr var kjöt í karrí til dæmis sígildur réttur á hverju íslensku heimili. Á Indlandi er þessi réttur vissulega mun bragðmeiri en uppskriftin sem gefin var í húsmæðraskólum hér á landi fyrir áratugum síðan.

Lamb og vín

29.08.2019

Hvað er íslenskara en ofnsteiktur hryggur eða lambalæri með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabarbarasultu? Ef einhver lambakjötsréttur nær því að vera klassískari þá væri það ef til vill kjötsúpan.

Freyðivín og matur

30.07.2019

Þegar fólk hugsar um freyðivín, hugsar það langoftast um vín til að skála í; fagna. En freyðivín eru einnig ágætis matarvín og henta ólíkir stílar ólíkum réttum. Þannig er hægt að byrja á því að fagna góðri máltíð og halda svo áfram með sama vínið með matnum.