Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Hvítvín og skelfiskur

18.06.2021

Þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga. Skelfiskur er að öllu jöfnu bragðlítill og er það því matreiðslan sem hefur mikil áhrif á bragð og byggingu réttarins. Það er ekki aðeins grill, panna, ofn eða pottur sem hefur áhrif heldur einnig innihaldsefni réttarins eins og sítróna eða rjómi þar sem sýra og fita skipta máli fyrir pörun víns og matar. Gott er að vínin séu sýrurík og fersk en það má finna slík vín meðal annars úr þessum þrúgum: Chardonnay, Sauvignon Blanc og Riesling. Vín úr öðru þrúgum eins og Austurrískum Grüner Veltliner, spænskum Verdejo og spænskum Albariño geta vel gengið upp. Ef sterkt krydd, eins og chilli (eldpipar), er notað getur verið ágætt að finna Riesling með örlítilli sætu. Mörg vín frá Alsace úr mismunandi þrúgum eru oft með örlítilli sætu og geta því parast vel með sterkum réttum.

Rækjur og vínin með

18.06.2021

Ítalskur Pinot Grigio og Soave henta vel með rækjum og einföldum rækjuréttum. Sé notaður rjómi, smjör eða annað feitt innihaldsefni í réttinum getur verið ágætt að leita í sýruríkan Riesling.

Humar og vínin með

18.06.2021

Chardonnay býr að öllu jöfnu yfir góðri sýru. Humar með sítrónu parast vel með fínlegum Chardonnay eins og frá Chablis í Frakklandi. Með rjóma eða majónesi getur verið ágætt að fara aðeins sunnar í Búrgúnd (Pouilly-Fuissé, Puligny, Meursault) eða Chardonnay frá löndum í nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum, Chile og Nýja Sjálandi.

Bláskel og vínin með

18.06.2021

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Hitastig hvítvína

18.06.2021

Hvítvín eru að öllu jöfnu borin fram kæld. Misjafnt er þó hversu köld þau eiga að vera og er þá gott að hafa ákveðin atriði í huga...

Fordrykkir

10.06.2021

Fordrykkir eru, eins og orðið sjálft gefur til kynna, drykkir sem oftast nær er boðið upp á fyrir máltíð. Eitt aðalmarkmiðið með að bjóða upp á slíka drykki er að auka matarlystina. Fordrykkir eru því oft drykkir í léttari kantinum, þó svo að vissulega megi bjóða upp á það sem gestgjafa líst best á. Stundum er samtímis boðið upp á litla smárétti eða fingramat.

Veislur

25.05.2021

Er veisla fram undan? Þá eru hér nokkur hagnýt ráð sem gott er að hafa í huga við skipulagningu á kaupum áfengis fyrir veislu. Flestir ákveða fyrst hvaða mat á að bjóða upp á og velja svo vínið með matnum. Fyrir suma er valið einfalt á meðan aðrir eru óákveðnari. Þá er gott að leita ráða hjá starfsfólki Vínbúðanna með valið og einnig er tilvalið að leita til Veisluvínsþjónustuna okkar sem staðsett er í Heiðrúnu, Stuðlahálsi 2.

Sangría, sumar og sól

30.04.2021

Það verða kannski ekki margir á sandölum og ermalausum bol á Spánarströndum í sumar en þó við förum kannski ekki til Spánar er hægt að fá Spán til sín, alla leið í glasið, jafnvel þó sólin láti ekki sjá sig. Sangría er svalandi drykkur sem lítur líka vel út.

Mezcal

13.04.2021

Varstu búin/n að kíkja á greinina um tequíla? Ef ekki, þá mæli ég með því að þú gluggir í hana áður en þú lest þessa. Mezcal, tekíla. Tekíla, mezcal. Er þetta ekki bara allt saman það sama? Ekki alveg, en það er mjög skiljanlegt að rugla þessum tveimur drykkjum saman. Báðir koma frá Mexíkó og báðir eru gerðir úr agave. En þó eru það nokkur mikilvæg atriði sem aðgreina drykkina tvo. Atriði sem skila sér alla leið í bragðeinkenni.

Tekíla

09.03.2021

Margir sjá fyrir sér skotglas, salthrauk og límónu þegar minnst er á tekíla. Sumir minnast jafnvel á líðan sína daginn eftir í sama samhengi. En sem betur fer hefur orðspor tekíla tekið u-beygju undanfarið og mætti kannski þakka það aukinni þekkingu á sterku áfengi og eftirspurn eftir áhugaverðum drykkjum.