Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Gráðostur og piparkaka með portvíni

20.11.2020

Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkrum árum síðan að það væri gott að setja gráðost ofan á piparköku var ég allsendis ekki sannfærð. En ég ákvað þó að gefa því tækifæri þar sem mér finnst piparkaka góð og gráðostur líka. Og verð að segja að þetta er merkilega góð samsetning sem verður ekki síðri með sýnishorni af rifsberjahlaupi.

Gjafahugleiðingar

15.10.2020

Þegar líða fer að jólum fara mörg, ef ekki flest okkar að huga að jólagjöfum ársins. Ef hugmyndin er að gefa eitthvað fallegt úr Vínbúðunum þá er vert að minnast á sterku vínin sem prýða hillurnar þar. Sterku vínin hafa jú ávallt verið vinsæl en hafa þó sérstaklega undanfarinn áratug fest sig í sessi sem gæðadrykkir í hugum fólks.

Októberfest

24.09.2020

Októberfest, sem haldin er síðustu 2 vikurnar í september til og með fyrstu helgina í október ár hvert, er stærsta þjóðhátíð Þjóðverja. Þó að hátíðin eigi upptök sín í Theresienwiese í Munchen hafa önnur lönd tekið þessa hátíð opnum örmum og er hún því haldin um heim allan.

Súlfít í vínum

17.08.2020

Súlfít eða öðru nafni brennisteinsdíoxíð (SO2) er rotvarnarefni sem hefur að geyma andoxunar- og bakteríudrepandi eiginleika. Súlfít má finna náttúrulega í t.d. svörtu tei, hnetum og eggjum. Einnig er því oft bætt við í matvörur eins og t.d. gosdrykki, sultur, pylsur og þurrkaða ávexti.

Út að grilla

15.06.2020

Nú þegar loks er farið að sjást til sólar fara mörg okkar að huga að grillinu. Sópað er á svölum og sólpöllum og grillið skrapað og pússað svo allt sé nú fínt fyrir fyrstu grillveislu sumarsins. Grillmatur getur auðvitað farið í allar áttir hvað varðar hráefni, en í grunninn hefur hann þetta reykta, léttbrennda bragð, í mismiklum mæli.

Páskar og súkkulaði

07.04.2020

Nú þegar páskarnir eru á næstu grösum fara mörg okkar að huga að páskasteikinni. Lambið er að sjálfsögðu alltaf vinsæll kostur hér á landi og jafnvel ein rauðvínsflaska, í betri kantinum, með. En það er nú ekki aðeins aðalrétturinn sem skiptir máli heldur líka það sem er borðað á milli mála yfir hátíðina.

Náttúruvín

03.03.2020

Náttúruvín er hugtak og vísun í ákveðna hugmyndafræði víngerðarmanna sem á upptök sín í sveitum Frakklands, nánar tiltekið í Beaujolais héraði, upp úr 1960. Víngerðarmennirnir Marcel Lapierre, Jean Foillard, Charly Thevenet og Guy Breton vildu leita aftur til þeirra aðferða sem notast var við áður en síðari heimsstyrjöldin skall á.

Þorrabjór

14.01.2020

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum. Þessar vinsældir hafa brugghús landsins nýtt sér og er það mikið gleðiefni fyrir bjóráhugamenn sem geta nú beðið spenntir eftir því hvað brugghúsin bjóða upp á um páskana, á sumrin, í kringum októberfest, um jólin og á þorranum.

Portvín fyrir hátíðina

06.12.2019

Douro dalurinn í Portúgal dregur nafn sitt af samnefndri á sem rennur vestur yfir landamæri Spánar til Oporto þar sem áin mætir Atlantshafi. Dalurinn er óumdeilanlega eitt fegursta vínræktarsvæði heims og bæði hann og borgin Oporto eru vernduð svæði á heimsminjaskrá UNESCO.

Sérrí

26.11.2019

Sérrí er tegund styrktra vína sem hefur átt undir högg að sækja, en er tegund áfengis sem er svo sannarlega vert að gefa tækifæri. Undanfarin ár hefur verið ágætis uppgangur í London þar sem barir og veitingastaðir bjóða gott úrval af sérríi en það hefur þó ekki verið nóg til að reisa við dalandi sölu.