Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Hvítvín og skelfiskur

18.06.2021

Þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga. Skelfiskur er að öllu jöfnu bragðlítill og er það því matreiðslan sem hefur mikil áhrif á bragð og byggingu réttarins. Það er ekki aðeins grill, panna, ofn eða pottur sem hefur áhrif heldur einnig innihaldsefni réttarins eins og sítróna eða rjómi þar sem sýra og fita skipta máli fyrir pörun víns og matar. Gott er að vínin séu sýrurík og fersk en það má finna slík vín meðal annars úr þessum þrúgum: Chardonnay, Sauvignon Blanc og Riesling. Vín úr öðru þrúgum eins og Austurrískum Grüner Veltliner, spænskum Verdejo og spænskum Albariño geta vel gengið upp. Ef sterkt krydd, eins og chilli (eldpipar), er notað getur verið ágætt að finna Riesling með örlítilli sætu. Mörg vín frá Alsace úr mismunandi þrúgum eru oft með örlítilli sætu og geta því parast vel með sterkum réttum.

Rækjur og vínin með

18.06.2021

Ítalskur Pinot Grigio og Soave henta vel með rækjum og einföldum rækjuréttum. Sé notaður rjómi, smjör eða annað feitt innihaldsefni í réttinum getur verið ágætt að leita í sýruríkan Riesling.

Humar og vínin með

18.06.2021

Chardonnay býr að öllu jöfnu yfir góðri sýru. Humar með sítrónu parast vel með fínlegum Chardonnay eins og frá Chablis í Frakklandi. Með rjóma eða majónesi getur verið ágætt að fara aðeins sunnar í Búrgúnd (Pouilly-Fuissé, Puligny, Meursault) eða Chardonnay frá löndum í nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum, Chile og Nýja Sjálandi.

Bláskel og vínin með

18.06.2021

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Hitastig hvítvína

18.06.2021

Hvítvín eru að öllu jöfnu borin fram kæld. Misjafnt er þó hversu köld þau eiga að vera og er þá gott að hafa ákveðin atriði í huga...

Chablis

12.03.2010

Þegar velja á hvítvín með sjávarfangi kemur Chablis ósjálfrátt upp í hugann, en margir kannast við nafnið Chablis, sem er eflaust eitt þekktasta..