Jákvætt kolefnisfótspor ÁTVR

ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem tekur  þátt í metnaðarfullu verkefni með Festu og Reykjavíkurborg um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.


 Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • minnka myndun úrgangs
  • mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

ÁTVR hefur mælt losun koltvísýrings í mörg ár og hefur kolefnisjafnað mengunina með því að greiða Kolviði fyrir losun á bifreiðum fyrirtækisins og flugi starfsmanna, innanlands og erlendis.

Hér er losun frá starfsemi ÁTVR eftir umfangi:

Umfang 1:

BEIN LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA (GHL) –  eigin bílar 
 


Tonn CO2
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2030
Fólksbílar 14 14 14 13 13 9 0
Vörubílar 78 89 88 90 85 86 63
Sendiferðabílar 10 13 13 13 13 4 0
Bein losun GH 102 116 115 116 111 99 63
Kolefnisjafnað 112 116          
Kolefnisfótspor 0 0          


 
Bifreiðar ÁTVR losuðu 102 tonn CO2 ígildi árið 2015. Díselolía sem brennd var er 41.077 lítrar og óskandi að jarðefnaeldsneyti verði ekki notað árið 2030. Það er best geymt í jörðinni. Ekkert jarðefnaeldsneyti notað við rekstur húsnæðis.

Til samanburðar mengar meðal fólksbíll 150 g/km og akstur um 20.000 km á ár eða 3 tonn. Bein losun hjá ÁTVR er því eins og 34 fólksbílar skila frá sér.

 

Umfang 2:

ÓBEIN LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA (GHL) Í GEGNUM ORKUNOTKUN - Hiti og rafmagn
 

  2015 Markmið 2015 Markmið 2016 Markmið
2017
Markmið
2018
Markmið
2019
Markmið
2020
Markmið
2030
Rafmagn 17 16 16 16 15 15 14 12 14 12
Heitt vatn 48 46 46 46 46 46 46 44 46 44
Óbein losun GHL 65 62 62 62 61 61 60 56 60 56
Kolefnisjafnað 5                  
Kolefnisfótspor 60                  

Áætlað að ÁTVR noti tæplega 2 GwSt rafmagn og 124.000 rúmmetra af heitu vatni. Áætlað er að 20 tonn* losni við framleiðslu rafmagns og 60 tonn** CO2 ígildi við framleiðslu heits vatn. Veitur kolefnisjafna um 8% af útblæstri sem verður til við framleiðslu orku. Því er kolefnisfótsporið 60 tonn.   Með aukinni notkun LED-lýsingar er áætlað að ná rafmagnsnotkun niður  um 30% árið 2030.

*Losun hjá Orku náttúrunnar er 11 g/kWst, heimild: NATIONAL INVENTORY REPORT 2015, bls. 71, Útgefandi Umhverfisstofnun **Margfaldað með 44,4 til að finna kWst.

Umfang 3:

ÖNNUR ÓBEIN LOSUN GRÓÐURHÚSA-LOFTTEGUNDA (GHL)

Til stendur að reikna lífsferil vöru og innkaup vegna reksturs og þá verður hringnum lokað.
 

Tonn CO2 2013 2014 2015 Markmið
2015
Markmið
2016
Markmið
2017
Markmið
2018
Markmið
2019
Markmið
2020
Markmið
2030
Keyptur vöruflutningur 111 113 113 115 109 108 107 106 105 95
Flug innanlands 8 10 10 10 10 10 10 10 10 10
Flug erlendis 23 19 15 20 20 20 20 20 20 20
Stm. til og frá vinnu 108 103 101 97 97 95 93 91 89 69
Sjóflutningar áfengis 547 548 549 * * * * * * *
Sjóflutningar tóbaks 8 8 8 * * * * * * *
Bílaleigubílar 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0
Urðun sorps 25 21 23 * 22 22 20 21 19 6
Óbein losun GHL 831 823 820 243 259 256 251 249 244 200
Kolefnisjafnað 31 19 25              
Kolefnisfótspor 800 804 795            

*Ekki sett markmið/p>

ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 102 tonn og flug 25 tonn, alls 127 tonn (2015).  Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor  (e positive karbon footprint). Með því stundum við sjálfbæran rekstur.

Kostnaðurinn er 254.000 krónur og jafngildir að gróðursett séu tæplega 1.200 tré sem munu taka þátt í andardrætti Íslands út öldina.

Heildar kolefnisfótspor af rekstri ÁTVR er því 0 tonn í beinum áhrifum og 855 tonn í óbeinum áhrifum. Kolefnisfótspor eru talin í koltvísýringsígildum og eru því einfaldur og skýr mælikvarði á hversu mikil gróðurhúsaáhrif felast í ákveðinni afurð, framleiðsluferli eða framleiðslustað. Önnur orð sem notuð eru um sama hugtak eru kolefnisspor og sótspor.

Í umfangi 1 er bein losun af rekstri ÁTVR og er hún öll kolefnisjöfnuð. Þar sem fyrirtækið hefur lagt meira til en það mengar beint, þá myndast jákvætt kolefnisfótspor. ÁTVR leggur meira á sig fyrir líf á jörðinni en fyrirtækinu ber skylda til. 

Ef fyrirtækin í umfangi 3 myndu kolefnisjafna sína mengun og flugfélögin myndu kolefnisjafna allt flug, þá myndi sá liður jafnast út. Sama gildur um orkufyrirtæki í umfangi 2.  Lítið sem ekkert er kolefnisjafnað enn sem komið er hjá íslenskum fyrirtækjum.

Til að draga úr útblæstri í umfangi 2 og 3 er hægt að spara rafmagn og heitt vatn. Setja upp LED perur sem víðast í byggingum og ljósastaurum.   Einnig er hægt að skoða strandsiglingar, auka rafrænar skjalasendingar, halda fjarfundi, nota margnota drykkjarmál og burðapoka, minnka plastnotkun, stunda innkaup af nærsvæði, kaupa inn vistvænan mat og nota vistvænar samgöngur, vistvænir leigubílar, minnka úrgang, nýta endurnotkun og endurvinnslu.

Einnig ættu fyrirtæki að setja í samninga við birgja ákvæði um kolefnisjöfnun í viðskiptum með vörur og þjónustu.

Skilgreining á umfangi 1, 2 og 3 

(Mynd unnin fyrir Festu og Reykjavíkurborg, byggð á GHP)
 
Kolefnisfótspor: Skilgreining á umfangi 1,2 og 3

Mynd sem sýnir skilgreiningu á umfangi 1, 2 og 3. Unnin fyrir Festu og Reykjavíkurborg,  byggð á GHP kafli 3.

Loftslagsmarkmið til 2030

Markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifreiða og nýta vistvænstu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030.

Í úrgangsmálum er markmiðið um endurvinnsluhlutfall 91% og stefnt að því að það verði 98% árið 2030.  Urðaður úrgangur var um 30 tonn á síðasta ári stefna á að fara niður í 8 tonn.

...sjá nánar um loftslagsmarkmiðin.
 

Starfsmenn ÁTVR vilja vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt sótspor því við eigum aðeins eina jörð.


 

Samgöngusamningar