Í sátt við samfélagið

ÁTVR er aðili að UN Global Compact og hefur undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum Sameinuðu þjóðanna og innleiða þær inn í vörukaupaferli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í samvinnu við norrænu áfengiseinkasölurnar unnið að því í nokkurn tíma að skoða aðfangakeðju vara út frá sjónarmiðum samfélagslegrar ábyrgðar. Samningurinn (Global Compact) hefur verið leiðarljós þessarar vinnu.

Samningurinn byggir á því að leitast við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélagið. Áætlunin sem norrænu einkasölurnar vinna sameiginlega að miðar að því að koma á virku eftirliti með virðiskeðju þeirra vara sem þau selja – meðal annars í samvinnu við birgja.

 

Meginreglurnar tíu  - Global Compact - samfélagsábyrgð á heimsvísu

Global Compact er samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna um tíu meginreglur á sviði mannréttinda, vinnuréttar, umhverfismála og baráttunnar gegn spillingu.

Meginreglurnar tíu njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og byggjast á:
• Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna
• Yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarreglur og réttindi í starfi
• Ríó-yfirlýsingunni um réttindi og skyldur ríkja gagnvart umhverfinu, og
• Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu

Global Compact hvetur fyrirtæki til þess að taka upp, styðja við og framfylgja ákveðnum grunngildum er varða mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og baráttuna gegn spillingu.

 

Meginreglur Global Compact eru:

Mannréttindi
Fyrirtækjum ber að stuðla að mannréttindum

  • Fyrirtækjum ber að stuðla að og virða alþjóðlega viðurkennd mannréttindi, og 
  • að tryggja að þau séu á engan hátt meðsek um mannréttindabrot.

VinnumarkaðurFyrirtækjum ber að halda félagafrelsi í heiðri

  • Fyrirtækjum ber að halda félagafrelsi í heiðri og viðurkenna í framkvæmd rétt fólks til sameiginlegra kjarasamninga,
  • að útrýma allri nauðungar- og þrælkunarvinnu,
  • að tryggja að barnavinna sé með öllu afnumin,
  • og að útrýma öllu misrétti hvað varðar vinnu og starfsval.

Fyrirtækjum ber að stuðla að umhverfismálumUmhverfi

  • Fyrirtækjum ber að stuðla því að varúðarreglu sé beitt í umhverfismálum,
  • eiga frumkvæði að því að hvetja til aukinnar umhverfisábyrgðar,
  • og að hvetja til þróunar á umhverfisvænni tækni og aukinnar nýtingar hennar.

Gegn spillingu

  • Fyrirtækjum ber að vinna gegn spillingu af öllu tagi, þar með talið kúgun og mútum.
Bjór og matur