Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Áfengi fylgir ábyrgð

19.09.2007

Áfengi fylgir ábyrgð

Í maí 2005 stóðu Vínbúðirnar fyrir herferðinni "Áfengi fylgir ábyrgð" en þar er vakin athygli á því að ábyrgir gestgjafar eigi að gera þá kröfu til gesta sinna að þeir aki ekki heim undir áhrifum áfengis. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli og skapa umræðu um málefnið en Vínbúðirnar vilja með þessu leggja sitt af mörkum til að benda á nauðsyn þess að áfengis sé neytt á ábyrgan hátt og að umgengni þess sé öllum til ánægju.

Fyrirtækið hefur áður sinnt slíku forvarnarstarfi í samstarfi við aðra aðila svo sem Umferðarstofu og Lýðheilsustöð, en þetta var í fyrsta skipti sem Vínbúðirnar standa einar að slíkri herferð.