Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sá sem flöskustútur lendir á...

14.04.2009

Samgöngustofa í samvinnu við Vínbúðirnar unnu saman að auglýsingaherferð sem heitir „Sá sem flöskustútur lendir á“ en með þessu átaki er ökumönnum gerð grein þeim afleiðingum sem ákvörðunin um að aka eftir neyslu áfengis getur haft. Herferðin var fyrst og fremst hönnuð fyrir netmiðla og útvarp.

 

Því miður er fjöldi fólks sem hefur þurft að upplifa alvarlegar afleiðingar ölvunaraksturs. Sú ákvörðun að aka eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna getur komið alvarlega niður á ástvinum, heilsu, framtíð, mannorði, frelsi og fjárhag viðkomandi. Framtíð margra er mörkuð af alvarlegum afleiðingum þess að þeir óku eftir neyslu áfengis.

 

Samhliða herferðinni var sérstakt átak hjá Lögreglunni til að uppræta ölvunar- og fíkniefnaakstur. Því fylgir öflugt eftirlit víðsvegar og ökumenn geta huggað sig við að með þessu er verið að koma í veg fyrir alvarleg slys sem oft verða af völdum þess að ökumenn eru ekki með viðbragð og athygli í lagi vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu.

Sá sem flöskustútur lendir á...