Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Er þetta rétt þróun?

11.04.2011

Vínbúðirnar standa nú fyrir auglýsingaherferð sem byggir á því að hvetja foreldra til að kaupa ekki áfengi fyrir unglinginn. Herferðin er á léttu nótunum, þótt undirtónninn sé alvarlegur. Aðalhlutverkin eru í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar og Atla Fjalarssonar.

Þegar þú kaupir áfengi fyrir ungling minnkarðu ekki hættuna á að hann fari sér að voða. 

Þú eykur hana.

  • Umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra draga úr líkum á áhættuhegðun unglinga.
  • Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og hispurslausum samræðum.
  • Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi.
  • Foreldrar þurfa að standa saman og senda skýr skilaboð um að áfengi sé ekki leyfilegt fyrir unglinga.
  • Því fyrr sem börn byrja að drekka, því líklegra er að þau drekki of mikið og hætta eykst á að þau prófi önnur vímuefni.
  • Áfengisneysla á mótunartíma heilans getur skaðað ákveðnar stöðvar hans fyrir lífstíð.

Skoða auglýsingarnar: