Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Umhverfisstefna

ÁTVR hefur sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi. Til að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum:

  • berum við virðingu fyrir umhverfinu, förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð
  • viljum við að í daglegum rekstri okkar sé tekið tillit til umhverfisins og unnið að stöðugum úrbótum
  • uppfyllum við lagalegar kröfur á sviði umhverfismála og vinnum markvisst með mikilvæga umhverfisþætti.

 

Stefnumið

Vörudreifing

Við leggjum áherslu á að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka kolefnisfótspor. Unnið verður að lausnum með dreifingaraðilum  og samhliða er lögð áhersla á að bæta skipulag við innkaup og vörudreifingu.

Bætt meðhöndlun úrgangs

Við leggjum áherslu á að draga úr úrgangi frá starfseminni með því að bæta meðhöndlun og skil.

Vistvæn innkaup 

Við leggjum áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum.

Umbúðir

Við viljum draga úr umbúðanotkun við dreifingu vöru  með því að bjóða viðskiptavinum ÁTVR vistvænni lausnir.

Rekstur húsnæðis

Við rekstur, hönnun og viðhald húsnæðis er tekið mið af vistvænum áherslum.

Vöruúrval

Við leitumst við að bjóða vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélag og umhverfi og fræðum viðskiptavini okkar um slíka vöru.

 

     Stefnan er í gildi frá 1. júní 2019