Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínskóli Vínbúðanna

22.07.2022

Sem mikilvægur liður í þjónustustefnu Vínbúðanna er starfræktur metnaðarfullur Vínskóli hjá Vínbúðunum. Markmið Vínskólans er að mennta starfsfólk Vínbúðanna í þeirri breidd vöruúrvals sem er til sölu í Vínbúðunum, sem um leið eflir þjónustu til viðskiptavina. 

Fyrir utan styttri námskeið um ýmsar tegundir áfengis, vínræktarsvæði og berjategundir býður Vínskólinn upp á tvö stig af lengri námskeiðum sem enda með prófi. Sérfræðingar innan Vínbúðanna annast kennslu og þjálfun starfsfólks, sem þannig er betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum þjónustu sem byggist á þekkingu og lipurð.  

Mikil áhersla er á að starfsfólk öðlist skilning á pörun víns og matar, enda eitt af því sem mest er spurt um í Vínbúðunum. Það er því auðvelt að leita til starfsfólks um pörun á vín og mat, en einnig er hægt að nálgast ýmsar greinar og annan fróðleik um efnið hér á vefnum.