Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslum tímanlega!

23.07.2020

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæplega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vínbúðanna. 

Að jafnaði er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi einn af annasömustu dögum ársins. Í fyrra seldust 235 þúsund lítrar þann dag og alls fengu um 40 þúsund viðskiptavinir þjónustu í Vínbúðunum. Flestir koma á milli kl. 16 og 18 og því þarf stundum að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Fyrir þá sem vilja forðast bið og langar biðraðir er gott að huga að því að vera tímanlega! Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.


Allt kapp er lagt á að taka val á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig. Í Vínbúðunum er opið samkvæmt venju um verslunarmannahelgi á föstudag og laugardag en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna).

Hér er hægt að sjá nánar opnunartíma allra Vínbúða.