Veislureiknivél

09.08.2018

Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur og þá getur veislureiknivélin komið að góðum notum. Útreikningurinn miðast við áralanga reynslu vínráðgjafa okkar, en niðurstöðurnar eru einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega, en margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa s.s. veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl.

Auðvelt er að skila veisluvíni ef eitthvað verður afgangs, mundu bara að geyma nótuna. Ef þú ert óviss, ekki hika við að hafa samband við sérfræðinga okkar í Veisluvíni (staðsett í Heiðrúnu). Einnig bendum við á að auðvelt er að panta stærri sem minni pantanir í Vefversluninni