Sigrún Ósk hlýtur stjórnunarverðlaun

09.03.2018

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel 28. febrúar sl. Stjórnunarverðlaun eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Dómnefnd tekur við gögnum um tilnefningar og vinnur úr þeim. Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir.  Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í flokki yfirstjórnenda, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í flokki millistjórnenda og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar í flokki frumkvöðla. Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Við erum að vonum stolt af Sigrúnu Ósk enda hún vel að heiðrinum komin.

 

Forsíðumyndin er birt með leyfi frá Viðskiptablaðinu.
Bjór og matur