Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rússneskur vodki tekinn úr sölu

01.03.2022

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur verið kallað eftir því að taka rússneskar vörur úr sölu.  Meðal annars hafa áfengiseinkasölurnar á Norðurlöndum farið þá leið að hætta sölu á rússnesku áfengi.  Á Íslandi eru lagaheimildir fyrir slíkum einhliða ákvörðunum ekki til staðar og þarf því samþykki birgja fyrir slíku.  Í vörusafni Vínbúðanna var að finna fimm vörunúmer af rússneskum vodka. Fjögur eru frá Russian Standard og eitt frá Beluga Noble. Vínnes ehf. hefur nú í samstarfi við ÁTVR ákveðið að taka vöruna Russian Standard úr sölu. Vörurnar eru með mismikla dreifingu en þær verða allar fjarlægðar úr hillum Vínbúðanna þar til annað verður ákveðið. Ekki er til staðar samþykki frá birgja Beluga Noble um að taka þá vöru úr sölu.