Nú getur þú greitt með debetkorti í Vefbúðinni

04.10.2018

Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en nú er einnig hægt að greiða með debetkorti.

Þegar pantað er í Vefbúðinni er hægt að velja á milli þess að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi eða fá sent í hvaða Vínbúð sem er – án endurgjalds. Sendingartími er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að er einnig auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna. Vörur sem þarf að sérpanta eru merktar sérstaklega. Í sumum tilfellum er hægt að kaupa vöruna beint í Vefbúðinni, en annars er send fyrirspurn um hvort varan sé fáanleg hverju sinni.