Meira úrval í Kringlunni

27.12.2017

Vínbúðin Kringlunni hefur meira úrval af vínum og sterku áfengi, en um 160 tegundir eru í boði þar sem ekki eru í sölu í öðrum Vínbúðum. Áherslan er einna helst á dýrari og fágætari tegundir. 

Í léttvíni er um 100 tegunda úrval umfram aðrar Vínbúðir. Þar á meðal eru um 20 tegundir af austurrískum vínum og 20 tegundir í portúgölskum vínum. Einnig meira úrval af sake. Um 50 tegundir eru til viðbótar af sterku áfengi og styrktu víni m.a. 12 tegundir af portvíni og um 30 tegundir af viskí, þó aðallega skosku maltviskí.

Í vöruleitinni er hægt að kynna sér úrvalið í Vínbúðinni Kringlunni sérstaklega.

Einnig má nefna fyrir áhugasama að meira úrval er af bjór í Vínbúðinni Skútuvogi en í öðrum Vínbúðum.

Opnunartíma Vínbúðanna um áramótin má kynna sér hér, en einnig er hægt að sjá opnunartíma einstaka búða með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.