Innköllun á Stella Artois

08.06.2018

Vínnes ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað 330 mL glerflöskur af Stella Artois bjór. Er þetta gert þar sem hætta er talin á að hann geti innihaldið gleragnir. Innköllunin nær til eininga sem renna út 6. desember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í Vínbúðum ÁTVR eða Fríhöfninni. 

Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila í næstu Vínbúð. Nánari upplýsingar veitir Vínnes ehf. í síma 580-3800.