Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Græn skref

31.10.2017

Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá Vínbúðunum að ná að uppfylla Grænu skrefin og nú hafa allar Vínbúðir nema þrjár, auk skrifstofu og dreifingarmiðstöðvar, náð að uppfylla öll fimm skrefin. Græn skref í ríkisrekstri eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. ÁTVR vinnur eftir virkri umhverfis- og loftlagsstefnu (tók gildi 1.1.2022.) þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum. 


Endurvinnsluhlutfall ÁTVR er með því hæsta sem fyrirtæki á Íslandi hafa náð, eða 93%. Einnig hefur náðst fram hagræðing víða, m.a. í vörudreifingu sem þýðir minni eldsneytiskostnaður og minni mengun. Einnig má nefna mikinn umhverfis- og fjárhagslegan sparnað í rafrænum skjalasendingum. ÁTVR kolefnisjafnar hjá Kolviði alla mengun sem bílar fyrirtækisins gefa frá sér sem og allt flug starfsmanna, erlendis og innanlands.  Með þessum aðgerðum og fleiri er stöðugt unnið að sjálfbærni í öllum verkferlum fyrirtækisins og leggur starfsfólk Vínbúðanna sitt að mörkum í þeirri vinnu.