Fyrir bjóráhugafólk

25.06.2018

Áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist töluvert undanfarið og bjórtegundum hefur fjölgað í úrvali Vínbúðanna. Öðruvísi bjór flokkast sem allur annar bjór en ljós lager, sem er söluhæsti vöruflokkurinn í Vínbúðunum. Litlar bjórverksmiðjur hafa rutt sér til rúms bæði hérlendis og erlendis og hefur úrval íslenskra bjóra aukist verulega á undanförnum árum.

Vínbúðin Skútuvogi hefur tekið miklum breytingum, búðin var stækkuð töluvert nú í maí og uppröðun á léttvínum breytt þar sem nú er raðað eftir bragðeiginleikum í stað þess að raða eftir löndum. Þar er einnig sérstök áhersla lögð á bjórinn, en bjórkælirinn var m.a. stækkaður umtalsvert. Í Vínbúðinni Skútuvogi er hægt að nálgast allt það bjór úrval sem til er í Vínbúðunum hverju sinni og eru margar tegundir einungis fáanlegar þar, sumar í mjög litlu magni og í stuttan tíma.

Hjá Vínbúðunum er bjórtegundum skipt í 10 yfirflokka og í vörulistanum á vinbudin.is er auðvelt að skoða hvað er í boði í hverjum flokki. 

Bjórflokkarnir eru:
Ljós lager
Annar lager
Öl - belgískur stíll
Öl - bresk/amerískur stíll
Öl - þýskur stíll
IPA
Stout og Porter
Hveitibjór
Ávaxta- og kryddbjór
Súrbjór