Dalvegur opnar eftir breytingar

11.01.2019

Vínbúðin Dalvegi hefur nú opnað aftur eftir breytingar, en nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Kælir hefur verið stækkaður og sér kælir afmarkaður fyrir sérbjór, síder og gosblöndur. Hillupláss var aukið nokkuð, lagerrými var stækkað og öll starfsmannaaðstaða hefur verið bætt til muna.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í stærri og enn betri Vínbúð á Dalvegi.