Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bylting í Borgarnesi

17.12.2002

Vínbúðin í Borgarnesi hefur tekið svo gagngerðum breytingum að jafna má við byltingu. Verslunarstjóri ÁTVR segir útlit og innri skipan vínbúðarinnar hafa hlotið einróma lof viðskiptavina og almenn ánægja ríki með framkvæmdina.

Afgreiðslutími vínbúðarinnar í Borgarnesi er:

Mán. til fim.
 11:00 - 18:00
 
Föstudaga frá
 11:00 - 19:00
 
Laugardaga frá
 11:00 - 14:00

Vínbúðirnar í Stykkishólmi, Búðardal, á Patreksfirði, Dalvík, og í Grindavík skarta nýjum, hlýjum litum. Nýtt merki skreytir verslanirnar utan dyra. Í úttekt, sem stjórnunarfyrirtækið Ráðgarður gerði í október á þjónustu í þessum vínbúðum og á umhirðu þeirra,fengu þær allar einkunnina 100 - hæstu mögulega einkunn. Verð í verslunum ÁTVR er eitt og hið sama um allt land - sama verð á Patreksfirði og í Reykjavík.