ÁTVR tilnefnt til loftslagsverðlauna

03.12.2018

ÁTVR hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og Festu vegna loftlagsmála. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd, Klappir Grænar lausnir, EFLA, IKEA og ÁTVR, en við val á sigurvegara er m.a. horft til mikilvægis nýsköpunar og árangurs við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda.

Í umsögn um fyrirtækið er það tekið fram að ÁTVR hefur unnið markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin rekstri og mæla sótspor á innfluttum vörum. Fyrirtækið stefnir að minni losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með kaupum á rafbíl, vöruflutningar eru straumlínulagaðir og hefur starfsfólk verið hvatt til umhverfisvænna samgangna. Nýlega var gerð lífsferilsgreining sem sýndi að mestu munar um umbúðir, þ.e. gler í vörusafni þegar horft er til sótspors. Verið er að undirbúa útreikninga á sótspori vöru svo viðskiptavinir geti bráðlega séð kolefnisspor umbúða á vöruspjaldi.”

Klappir grænar lausnir hlutu titilinn að þessu sinni, en aðrir tilnefndir fengu viðurkenningu. ÁTVR er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi fyrirtækja og við óskum Klöppum innilega til hamingju með sigurinn!

 

ÁTVR er og hefur verið að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í ferla fyrirtækisins. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Sjá nánar.

Nyýsköpun og uppbygging Ábyrg neysla Verndun jarðarinnar