Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lokað á sunnudag!

27.12.2018

Í Vínbúðunum er 30. desember að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Þar sem hann ber nú upp á sunnudag verður samkvæmt lögum lokað í öllum Vínbúðum þennan dag. Því má búast við miklum fjölda viðskiptavina laugardaginn 29.desember og einnig á gamlársdag. 

Opið verður á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi föstudaginn 28.des. til kl. 20, laugardaginn 29.des. til kl. 19 og til kl. 14 á gamlársdag. Lokað er 1.janúar, en opið í öllum Vínbúðum 2.janúar. Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann. Reikna má með að flestir viðskiptavinir verði á ferðinni á milli 15 og 18 föstudag og laugardag. Reikna má með hátt í 500 viðskiptavinum í stærstu Vínbúðirnar á hverri klukkustund þegar mest verður að gera.

Sala í Vínbúðunum það sem af er desember þ.e. frá 1. – 24. desember er um 3,7% minni en á sama tíma í fyrra, en yfir árið er söluaukning um 0,5%. Sala jólabjórs hefur minnkað um 9,7% það sem af er sölutímabilsins miðað við 2017, en töluverð aukning er í sölu á freyðivíni það sem af er desember, eða aukning um 22% frá fyrra ári.   

Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Opnunartímar

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

Hér fyrir neðan annars hægt að sjá yfirlit yfir alla opnunartíma í kringum áramótin.

Opnunartíma í tóbaksafgreiðslu á Stuðlahálsi má nálgast hér.

Opnunartíma í tóbaksafgreiðslu á Stuðlahálsi má nálgast hér.