Íslenska ánægjuvogin 2016

02.02.2017

Í dag voru niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni 2016 kynntar. Að þessu sinni eru birtar niðurstöður fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöðurnar á svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Vínbúðin fékk einkunnina 71,8 stig af 100 mögulegum og var efst í flokki smásöluverslana og að þessu sinni varð Vínbúðin í þriðja sæti allra fyrirtækja sem mæld voru. 

Við erum stolt af góðum árangri og þökkum viðskiptavinum traustið, um leið og við erum staðráðin í að gera betur á öllum sviðum, hvort sem er í þjónustu eða samfélagslegri ábyrgð.