Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

1. mars

01.03.2019

1. mars voru 30 ár síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi eftir 74 ára bann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá , en árið 1989 voru t.a.m. 7 bjórtegundir í sölu en þær eru nú orðnar um 590.  

Að þessu tilefni eru Vínbúðirnar með þemadagana Bjór & matur í mars þar sem áhersla er lögð á pörun mismunandi bjórstíla við mat. Múlakaffi útbjó uppskriftir af réttum sem tilvalið er að njóta með bjór og vínráðgjafar Vínbúðanna ráðleggja um hvaða tegundir parast sérlega vel með hverjum rétti. Uppskriftirnar auk fróðleiks um bjór eftir vínráðgjafana má finna á þemasíðunni hér á vefnum. 

Frekari upplýsingar um bjórdaginn er að finna í ritinu Engin venjuleg verslun - Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem nálgast má  hér í vefútgáfunni.  

 1. mars voru 30 ár síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi eftir 74 ára bann