ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2017

19.05.2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 10.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Fyrirmyndarstofnanir hljóta þær stofnanir sem þykja skara framúr að mati starfsmanna í könnun SFR, St.Rv. og VR sem er ein stærsta vinnumarkaðskönnun landsins. Í flokki stórra stofnanna eru fimm fyrirmyndarstofnanir en Vínbúðirnar (ÁTVR) eru í fjórða sæti á þessum lista. 

Könnunin um Stofnun ársins er framkvæmd af Gallup og er samstarfsverkefni SFR, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og VR og taka um 12.000 starfsmenn á almennum og opinberum markaði þátt í henni. Könnunin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði, en tilgangur að baki valsins er hvatning til stjórnenda að gera vel í starfsmannamálum. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti.

Við erum að vonum ánægð með þennan frábæra árangur og berum stolt titilinn fyrirmyndarstofnun 2017

Nánari upplýsingar má finna hér.
 

Bjór og matur