Stór pöntun eða veisla í vændum?
Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja rétt vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa. Einnig aðstoða þeir við stærri pantanir.
Veisluvín hefur aðsetur í Vínbúðinni Heiðrúnu og er hægt að fá ráðgjöf á staðnum, símleiðis 560-7730 eða með tölvupósti veisluvin@vinbudin.is.
Hvort sem um ræðir fyrirtæki eða einstaklinga hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér þessa góðu þjónustu. Einnig bendum við á að auðvelt er að panta stærri sem minni pantanir í Vefbúðinni.