Þessi uppskrift er frá:

Tandoori kryddlögur
- 350 g grískt jógurt
- 1 msk. olía
- 10-15 g tómatmauk
- 4 cm fersk engiferrót, rifin
- 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 1 stk. ferskur chili, fínt sneiddur og fræhreinsaður
- ½ tsk. paprikuduft
- ½ tsk. kanilduft
- 2 tsk. garam masala
- ½ tsk. turmerik
- Salt
- Pipar
Allt maukað saman í blandara. Kjúklingalærin sett í kryddlöginn og látin liggja í allt að sólarhring.
Rauðrófu-raita
- 350 g grískt jógurt
- 1 rauðrófa, rifin
- 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 2 msk. sítrónusafi
- 2 msk. ólífuolía
- Smá salt eftir smekk
Öllu blandað saman í skál og borið fram með kjúklingnum.
Þessi uppskrift var sett inn í tilefni þemadaganna "Lífrænir dagar" í Vínbúðunum. Með þessum rétti er gott að hafa lífrænt rauðvín og gæta þess að það sé frekar kraftmikið og mikill ávöxtur eða smá sæta hjálpar til. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.
Uppskriftin er frá: Krúska