Steiktur koli með kryddjurtakremi og stökku rúgbrauði

Steiktur koli

Fyrir 6 manns

STEIKTUR KOLI
600 g skarkoli án beina og roðs
60 g smjör
Salt
Ögn af góðu ediki

Aðferð: Steikið skarkolann upp úr smjörinu uns hann er fallega brúnaður. Kryddið hann þá með ögn af salti og nokkrum dropum af ediki. Takið hann af pönnunni og þerrið dálítið á þurrum pappír áður en hann er borinn fram.

 

KRYDDJURTAKREM

  • 3 msk. sýrður rjómi
  • 2 msk. majónes
  • 1 búnt dill
  • 1 skalottlaukur
  • Ögn af eplaediki
  • Salt

Aðferð: Öllu er blandað saman í matvinnsluvél uns flauelsmjúkt og fallegt.

 

STÖKKT RÚGBRAUÐ
2 sneiðar rúgbrauð

Aðferð: Stingið rúgbrauðinu í 150 gráðu heitan ofn og bakið þar til það verður stökkt. Leyfið því að kólna og vinnið síðan í matvinnsluvél með ögn af salti uns þetta er orðið að fínu púðri.

 

FRAMREIÐSLA
Gerið fallega skarpa línu með kreminu, leggið skarkolann á hana. Stráið rúgbrauðsduftinu yfir og skreytið með huggulegum
dilltoppum.

Fengið úr bæklingi frá þemadögum ´Smáréttaveisla´

HUGMYNDIR AÐ VÍNI SEM PASSAR MEÐ ÞESSUM RÉTTI

Athugið að listinn er ekki tæmandi, en hægt er að leita nánar í
vöruleitinni, eða fá aðstoð hjá starfsfólki Vínbúðanna.)