Austurlenskur steinbítur með grilluðu grænmeti

 • steinbítur900 g steinbítur, hreinsaður
 • 1 dl sojasósa
 • 1 msk. chilli í krukku
 • 20 g engifer, rifið
 • 1 msk. hunang
 • börkur af 1 límónu
 • 1 msk. sítrónugras, rifið
 • 1 dl sesamolía

Aðferð: Setjið steinbítinn í eldfast mót. Blandið saman sojasósu, chilli, engifer, límónuberki, sítrónugrasi og sesamolíu og hellið yfir fiskinn. Látið standa í 20 mínútur. Setjið fiskinn á heitt grill og eldið í 3 mínútur á hvorri hlið.

Grillað grænmeti

 • 2 kúrbítar (zucchini)
 • 1 rauðlaukur
 • 1 sæt kartafla
 • 2 rauðar paprikur
 • 1 búnt basil, saxað
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 1 dós tómatar

Aðferð: Skerið grænmetið í grófa bita og hellið olíu yfir. Grillið grænmetið í 5 mínútur. Setjið í pott og hellið niðursoðnum tómötum yfir ásamt basil og hvítlauk og látið malla í 5 mínútur.

 

Úr þemabæklingi, Sumarvín 2010

HUGMYNDIR AÐ VÍNI SEM PASSAR MEÐ ÞESSUM RÉTTI

(Athugið að listinn er ekki tæmandi, en hægt er að leita nánar í
vöruleitinni, eða fá aðstoð hjá starfsfólki Vínbúðanna.)