Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Helstu flokkar bjórs

Í bjórgerð er oft talað um undirgerjaðan og yfirgerjaðan bjór. Gerið safnast fyrir á botni bruggíláta annars vegar, eða á yfirborði vökvans hins vegar. Undirgerjaður bjór hefur blómlegri og ávaxtaríkari ilm og bragð.

 • Öl (Ale) er bjór sem framleiddur er með "yfirgerjun", þ.e. gerið safnast að miklu leiti upp við yfirborð vökvans.
 • Lager er framleiddur með "undirgerjun", en þá safnast gerið fyrir á botni gerjunartanksins.
  Munurinn á þessum bjórgerðum er eitthvað sem er oftast erfitt að átta sig á, þar sem fjöldinn allur af undirtegundum eru til, en öl hafa gjarna aðeins meiri ávaxtakeim.

Dæmi um undirtegundir Lagerbjórs:

 • Lager - Léttur til milliþyngd, korn og kæfukeimur, lítil til millibeiskja.
 • Schwarzbier - Léttur til milliþyngd, kaffi og lakkrístónar (brenndir), lítil til millibeiskja.
 • Bockbier - Milliþyngd til rífleg milliþyngd, þéttir korntónar, millibeiskja eða meiri.
 • Pilsener (pils) - Léttur til milliþyngd, alkóhólríkur, grösugir humlatónar, millibeiskja eða meiri.
 • Lite - Léttur, léttir korntónar, lítil beiskja.

Dæmi um undirtegundir Öls:

 • Bitter - Meðalfylling, mjúkt malt og grösugir humlar, beiskja yfir meðallagi
 • Pale ale - Létt til rífleg meðalfylling, þurr snarpur humla og maltkeimur, getur verið nokkuð beiskur
 • Mild - Létt til meðalfylling, mjúkur maltkeimur með léttum ávexti, lítil til fremur lítil beiskja
 • Stout - Meðalfylling, ristaður og brenndur kornkeimur, nokkur beiskja.  Írskur stát er þurr, meðan enskur er mýkri og sætari.
 • Porter - Meðal til mikil fylling, mjúkt malt og ristað korn, miðlungs til frekar mikil beiskja
 • Lambic - fremur léttur til meðalfylling, súrir ávaxtatónar með léttan kryddblæ.  Lítil beiskja.  Er stundum ávaxtabættur og kallast þá framboise (frambozen), kriek, cassis, eða peche.
 • Trappist (munkabjór) - Rífleg meðalfylling til mikil, þéttir þurrkaðir ávaxtatónar, mjúkt malt og kryddblær.  Miðlungs til mikil beiskja.
 • Weissbier (hveitibjór) - Tæp meðalfylling til rífleg meðalfylling, léttkryddaðir hveiti og korntónar, með ávaxtablæ.  Miðlungs beiskja.
 • Kölsch - Frekar létt til meðalfylling, mjúkir ristaðir malttónar, létt til miðlungs beiskja.
 • Altbier - frekar létt til rífleg meðalfylling, mjúkir þroskaðir malttónar, miðlungsbeiskja