Sleppa valmynd og fara beint í meginmál
La Bomba

La Bomba

2 tsk sykur
2 limebátar
3 cl Tequila Gold
3 cl Cointreau eða annar Triple Sec líkjör
5 cl ananassafi
5 cl appelsínusafi
2 skvettur Grenadine

Stráið sykri á disk, skerið síðan limesneið í tvennt langsum og gerið báta  úr öðrum helmingnum. Snúið kokteilglasi á hvolf og vætið glasbarminn með öðrum limebátnum, setjið síðan glasbarminn í sykurinn og þekjið hann vel með sykrinum. Setjið síðan klaka í kokteilhristara og hellið þar í Tequila, Cointreau, ananas og appelsínusafanum, lokið hristaranum og hristið vel. Hellið í kokteilglasið, skreytið með limebát.