Sleppa valmynd og fara beint í meginmál
Kiwifizz

Kiwifizz

3 cl gin
3 cl kiwisíróp
1,5 cl sítrónusafi
6 cl sódavatn

Allt nema sódavatnið er hrist saman, sett í highballglas og fyllt upp með sódavatni.


Kiwisíróp
500 g kiwi
400 g sykur

Afhýðið kiwiávextina og maukið í mixer. Látið maukið bíða í kæli yfir nótt, bætið sykrinum út í og hrærið saman. Sigtið í pott og látið sjóða við lágan hita í 3-4 mínútur og hrærið í á meðan þar til sykurinn hefur leyst upp. Kælið og setjið á flösku. Geymist í kæli í mánuð.