Finndu rétta vínið með matnum

Smelltu á matartáknin til að fá tillögur að vínum sem henta með matnum

Veislureiknivél

Þessa reiknivél getur þú notað til að áætla magn á víni fyrir veisluna þína. Vínráðgjafar hafa sett fram tillögur fyrir nokkra viðburði, en útreikningurinn er einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega. Margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa s.s. veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl.

Auðvelt er að skila veisluvíni ef eitthvað verður afgangs, mundu bara að geyma nótuna. Ef þú ert óviss, ekki hika við að hafa samband við sérfræðinga okkar í Veisluvíni. Góða skemmtun, en mundu að áfengi fylgir ábyrgð!

Uppskriftir

Skoðaðu fjölbreytt úrval uppskrifta frá úrvals kokkum

Kokteilar

Skoðaðu fjölbreytt úrval kokteila

 

Vínráðgjafar til staðar fyrir þig >

Vínskóli á heimsmælikvarða

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til þess að auka vöruþekkingu starfsmanna með það að leiðarljósi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Allt starfsfólk Vínbúðanna lýkur grunnnámi í þessum fræðum.

Einn virtasti vínskóli heims, Wine and Spirit Education Trust í London, hefur viðurkennt Vínskóla Vínbúðanna hæfan til kennslu á efni þeirra, svokölluðu Level 3 in Wines námskeiði. Hjá Vínbúðunum starfa sérfræðingar sem búa yfir þekkingu til að annast alþjóðlega viðurkennd námskeið fyrir hönd WSET. Markmiðið er að bjóða upp á hágæða menntun og starfsþjálfun í vínfræðum. Í Vínbúðunum starfar nú hópur Vínráðgjafa sem hafa lokið þessari alþjóðlegu gráðu frá WSET.