Fyrir fjóra
- 500 g cantaloupe melóna
- Rifinn börkur og safi úr einni sítrónu
- 2 msk sykur
- 600 ml sódavatn
Hreinsið steinana úr melónunni, skerið hana í bita og setjið í mixer eða matvinnsluvél og blandið þar til verður að fínu mauki.
Setjið sítrónusafann og börkinn í pott ásamt sykrinum og setjið yfir lágan hita og hrærið í þar til sykurinn er uppleystur. Sigtið
safann og blandið við melónumaukið og blandið vel saman. Kælið í ísskáp. Blandið sódavatninu í blönduna þegar bera á drykkinn fram.