Sleppa valmynd og fara beint í meginmál
Bláberja límósína

Bláberja límósína

Fyrir fjóra
1 bolli fersk bláber
3 msk sykursíróp
3 msk sítrónusafi
1 bolli sítrónulíkjör
1 bolli Sprite eða Seven-up


Lagið sykursíróp með því að blanda saman jöfnum hlutföllum af vatni og sykri. Hitið að suðu og hrærið í á meðan, látið svo kólna. Setjið allt nema gosið í rafmagnsblandara og maukið vel. Skiptið blöndunni í fjögur glös og fyllið upp með gosinu.
Úr þessum drykk er einnig hægt að gera krap með því að frysta hann án gosdrykkjarins í nokkra tíma, og taka svo úr
frystinum nokkrum mínútum fyrir neyslu, sett í rafmagnsblandarann og blandað svo úr verður krap, blöndunni er svo hellt í glös
og fyllt upp með gosi.