Vínbúðin óskar eftir að ráða starfsmann í Vínbúðina Ísafirði.
Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta við viðskiptavini
- Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
- Umhirða búðar
Hæfnikröfur
- Reynsla af verslunarstörfum er kostur
- Góð framkoma, jákvæðni og rík þjónustulund
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
Þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem efnahags- og fjármálaráðherra og Sameyki hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Við viljum að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur og vinnum markvisst að því að auka ánægju starfsfólks.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að þroskast og læra nýja hluti. Þannig eflum við þekkingu og kraft fyrirtækisins.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
Nánari upplýsingar: Guðmundur Bjarni Sverrisson, verðandi verslunarstjóri -
isafjordur@vinbudin.is - 560 7894 og Unnur Dóra Einarsdóttir -
starf@vinbudin.is - 560 7700
Sækja um starf