Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Mikið selt af jólabjór

28.11.2011

Mikið selt af jólabjórMikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember.  Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%. 

 

Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því  tveimur dögum.  Það skýrir hins vegar ekki muninn á seldu magni nema að litlu leyti.   Heildarsala jólabjórs í fyrra var um 370 þúsund lítrar.

 

 

Mikið selt af jólabjór