Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

06.11.2007

Fjórir starfsmenn vínbúða fá viðurkenningu fyrir að hafa nýlokið prófi úr WSET námi Vínskóla vínbúðanna. Þessir einstaklingar starfa nú sem vínráðgjafar í vínbúðum og eru til taks til að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf á hverjum degi...

Kæru vegna vínauglýsinga ÁTVR vísað frá

31.10.2007

Lögreglustjórinn hefur vísað frá kæru Reynis Traustasonar gegn ÁTVR, en fyrrverandi ritstjóri Mannlífs og Ísafoldar kærði ÁTVR fyrir brot gegn banni við áfengisauglýsingum. Í kærunni er vísað til útgáfu Vínblaðsins sem og fræðslubæklings, sem gefinn var út vegna þemadaga.

Fréttatilkynning: Innköllun á rauðvíni Amalaya de Colemé 2005

26.10.2007

Glerbrot hefur fundist í rauðvíni af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. ÁTVR og Vífilfell hf. biðja viðskiptavini sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd. Varan hefur tímabundið verið tekin úr sölu úr öllum vínbúðum ÁTVR og dreifing stöðvuð...

Hefur þú leitað í vörulistanum?

23.10.2007

Hjálparleitin í vörulistanum auðveldar þér leitina, allt frá því að finna vínið með matnum, eða jafnvel finna bjórinn frá uppáhalds landinu þínu. Auðvelt er að finna hvaða vín hentar t.d. með lambinu, fiskinum eða grillmatnum með því að haka við matartáknin í hjálparleitinni...

Velkomin(n) á nýjan vef vinbud.is!

18.10.2007

Vefurinn hefur fengið nýtt og ferskt útlit og unnið hefur verið að því að gera hann bæði skemmtilegri og þægilegri í notkun. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera vörulistann sem þægilegastan fyrir þig, en auðvelt á að vera að leita að upplýsingum um þau vín sem seld eru í vínbúðunum...

Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

18.10.2007

Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um rekstur smærri verslana ÁTVR á landsbyggðinni. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að einkaaðilar reki vínbúðirnar. Það er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu. Í hverri einustu verslun er starfsmaður ÁTVR sem ber ábyrgð á rekstrinum.

Frá forstjóra

16.10.2007

Þessa dagana er til umræðu á Alþingi frumvarp sem beinist að því að fella niður einkaleyfi ÁTVR á sölu á léttvíni og bjór. Hlutverk ÁTVR er að starfa innan þess lagaumhverfis sem fyrirtækinu er búið og gera það eins vel unnt er. Hlutverk stjórnmálamanna á Alþingi er að móta lagarammann og þar með það lagaumhverfi sem ÁTVR býr við hverju sinni.

Auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ

09.10.2007

Óskað eftir húsnæði á leigu fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ, á bilinu 350-450 fermetra á jarðhæð. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 18 október 2007.

Merlot, Sangiovese, Chardonnay og Pinot Gris...

03.10.2007

Vissir þú... að Chardonnay er útbreiddasta hvítvínsþrúga heimsins, ræktuð í nær öllum vínræktarlöndum nema þeim allra köldustu og allra heitustu? Þessar upplýsingar og fleiri færð þú á þrúgudögum í vínbúðum...

Verðbreytingar 1. október 2007

02.10.2007

Nýr tóbakspöntunarlisti var gefinn út í dag 1. október. Helstu breytingar eru þær að neftóbak hækkaði um 4%, en engin önnur verðbreyting varð á tóbaki.