Fréttir

ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2017

19.05.2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 10.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Lesa nánar

Hin sumarlegu rósavín

01.05.2017

Nú þegar hlýnar í veðri er upplagt að kynna sér hin sumarlegu rósavín. Í maí og júní leggjum við því áherslu á greinar, fróðleik og mataruppskriftir sem henta vel með rósavíninu. Rósavínið er best borið fram kælt og vínfræðingar segja að hér gildi reglan "því yngra því betra"...

Lesa nánar

Lokað í Vínbúðum 1.maí

27.04.2017

Mánudaginn 1.maí á frídegi verkamanna verður lokað í öllum Vínbúðum. Einnig viljum við benda á að vegna uppfærslu á tölvukerfum verður vefbúðin lokuð frá og með föstudeginum 28. apríl kl 14:00 til og með mánudagsins 1.maí. Einnig gætu orðið truflanir á annarri þjónustu s.s. upplýsingum um birgðastöðu vara ofl. Við biðjumst afsökunar á ónæði sem þetta kann að valda.

Lesa nánar

Húsavík, Vík, Patreksfjörður....

12.04.2017

Við leitum að öflugu starfsfólki í okkar góða hóp. Vínbúðin býður upp á lifandi og skemmtilegt vinnuumhverfi - þar sem jafnrétti og jákvæð samskipti eru í öndvegi.

Lesa nánar

Páskabjórinn 2017

04.04.2017

Sú hefð hefur skapast í bjórmenningu Íslands að árstíðabundnir bjórar, sem aðeins eru seldir í skamman tíma, verða sífellt fleiri. Páskabjór hefur verið fastur liður undanfarin ár líkt og jólabjórinn. Þetta árið eru ellefu tegundir í boði og er úrvalið nokkuð breitt og spennandi.

Lesa nánar

Ársskýrsla ÁTVR 2016

21.03.2017

Ársskýrsla ÁTVR 2016 er komin út, annað árið í rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks...

Lesa nánar

Íslenska ánægjuvogin 2016

02.02.2017

Í dag voru niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni 2016 kynntar. Að þessu sinni eru birtar niðurstöður fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöðurnar á svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis...

Lesa nánar

Þorrabjór í sölu 19. janúar

18.01.2017

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum.

Lesa nánar

Vínbúðin Flúðum í nýjan búning

18.01.2017

Nú hefur Vínbúðin á Flúðum tekið stakkaskiptum, en búðin var stækkuð töluvert. Vínbúðin er á sama stað og áður, en er nú í öllu húsinu. Miklar breytingar voru gerðar á búðinni og innréttingar endurnýjaðar ásamt gólfefni, lýsingu ofl.

Lesa nánar

Gleðilega hátíð!

30.12.2016

Föstudaginn 30. desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og frá 10-14 á gamlársdag. Opið verður samkvæmt venju mánudaginn 2.janúar.

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.

Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

Lesa nánar
   
Rósavín