Fréttir

Fréttir

Verslunarmannahelgin

29.07.2015

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra

Lesa nánar

Velkomin á nýjan vef!

08.07.2015

Nú er kominn í loftið splunkunýr vefur Vínbúðanna, vinbudin.is. Vefurinn var hannaður með það fyrir augum að vera notendavænn og skilvirkur fyrir viðskiptavini.

Lesa nánar

Salan janúar til júní

02.07.2015

Sala áfengis er 1,7% meiri í lítrum talið í júní í samanburði við júní í fyrra. Það sem af er ári þ.e. tímabilið janúar – júní er salan tæplega 1% meiri í samanburði við árið 2015.

Lesa nánar

Fimm græn skref í einu

29.06.2015

Höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi hlutu í dag viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun

Lesa nánar

Lífræn vín

24.06.2015

Vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum í kjölfar vaxandi áherslu á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd. Úrval lífrænna vína hefur aldrei verið meira í Vínbúðunum og í júní og júli er sérstök áhersla lögð á þessi vín á margvíslegan hátt. Þá standa yfir þemadagar þar sem vín er framleidd eru á lífrænan og sanngjarnan hátt eru í hávegum höfð.

Lesa nánar

Opið 19.júní í öllum Vínbúðum

19.06.2015

Til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna! Allar Vínbúðir verða opnar í dag samkvæmt venju.Við bjóðum viðskiptavini velkomna á þessum merkisdegi í íslenskri sögu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvaddi sér hljóðs fyrst íslenskra kvenna á opinberum vettvangi og átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Því prýðir andlit hennar þessa frétt.

Lesa nánar

Öflugt skilríkjaeftirlit

11.06.2015

Á vef Grindarvíkurbæjar má sjá niðurstöðu könnunar sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum framkvæmdi nýverið.Ungmenni á aldrinum 17-18 ára voru send til að athuga hvort þau fengju afgreiðslu í Vínbúðunum Grindavík og Reykjanesbæ.

Lesa nánar

Vínblaðið komið út

10.06.2015

Nú er splunkunýtt Vínblað komið í hillur Vínbúðanna þar sem áhugasamir geta nálgast það sér að kostnaðarlausu. Í blaðinu er að þessu sinni lögð áhersla á lífræn vín og sanngjarna framleiðslu því í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem þau vín eru í hávegum höfð.

Lesa nánar

Lífrænir dagar í Vínbúðunum

03.06.2015

Í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem lífræn vín verða í hávegum höfð. Vaxandi áhersla á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd hefur haft það í för með sér að vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum og hefur úrval þeirra aldrei verið meira í Vínbúðunum.

Lesa nánar

Innköllun hjá Distell

01.06.2015

Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Tegundirnar hafa báðar verið teknar tímabundið úr sölu hjá Vínbúðunum. Um er að fæða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14.

Lesa nánar