Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Vínbúðin í Garðabæ lokar um áramót

01.10.2010

Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Garðabæ á núverandi stað frá og með 1. janúar 2011. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rennur út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001. Staðsetning og stærð húsnæðisins sem Vínbúðin...

Myndlistasýning í Vínbúðinni Smáralind

28.09.2010

Nú um tíma hefur ÁTVR gefið listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í Vínbúðinni Smáralind. Um þessar mundir eru listaverk eftir Maibel González Sigurjóns en hún sýnir pennateikningar og akríl á striga.

Sýningin verður uppi frá 1.september 2010 - 1 janúar 2011 í Vínbúðinni Smáralind.

Septemberútgáfa Vínblaðsins komin í Vínbúðir

24.09.2010

Í nýjasta hefti Vínblaðsins kennir ýmissa grasa, en þar er meðal annars hægt að skoða frábærar indverskar uppskriftir frá Yesmine Olsson, grein um vínsýninguna London Wine fair, kokteila uppskriftir, nokkrar þumalputtareglur við val á víni með uppskerunni, ítarleg umfjöllun um Cabernet Sauvignon, fróðleikur um munntóbak... og hvað er eiginlega Rauðvínsspa? Gríptu þér blað frítt í næstu Vínbúð.

Óverulegur samdráttur í sölu áfengis í sumar

06.09.2010

Sala áfengis sumarmánuðina júní, júlí og ágúst er örlítið minni en sömu mánuði í fyrra. Sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni er meir en sömu mánuði 2009 en sala á bjór og sterkum vínum er minni. Athygli vekur að sala á freyðivíni eykst talsvert á milli ára en sala sumarsins..

Vínbúðin á Seyðisfirði í nýtt húsnæði

01.09.2010

Í dag opnar Vínbúðin á Seyðisfirði í nýju og stærra húsnæði að Hafnargötu 4a. ÁTVR festi kaup á húsinu í vor en þar var áður lögreglustöð bæjarins til húsa. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. ÁTVR á sér langa sögu á Seyðisfirði..

Góðar viðtökur á Hvolsvelli

26.08.2010

Vínbúðin Hvolsvelli flutti í nýtt húsnæði þann 23.mars sl. Búðin opnaði því í miðju eldgosi í Eyjafjallajökli, en hræringar á Fimmvörðuhálsi hófust daginn áður. Í kjölfarið hófst söguleg barátta við náttúruöflin og þrátt fyrir það að svæðið hafi verið mjög mikið lokað af á tímabili hefur verið mikið að gera í Vínbúðinni. Í lok júlí opnaði svo Landeyjarhöfn, sem jók enn frekar á umferðina á svæðinu...

The Global Compact

20.08.2010

ÁTVR hefur í samvinnu við norrænu áfengiseinkasölurnar unnið að því að skoða aðfangakeðju vara út frá sjónarmiðum samfélagslegrar ábyrgðar. Leiðarljós þessarar vinnu hefur verið svokallaður Global Compact Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn byggir á því að leitast við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélagið...

Vínvalið í brúðkaupið eða aðrar veislur

12.08.2010

Í dag er léttvín á boðstólum í flestum brúðkaupum þó það sé alls engin skylda. Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín umfram kampavín þar sem verðmunur er mikill. Skynsamlegast er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því það er mun frískara að fá þurrt eða hálfþurrt freyðivín fyrir matinn ...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

03.08.2010

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 750 þúsund lítrar.

0,5% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, 124 þúsund á móti 125 þúsund árið 2009. Ef einstakir dagar...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

26.07.2010

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Venjulega koma milli 125 – 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku, sem er um 25-30% meira en vikuna á undan verslunarmannahelgarvikunni...