Litríkir kokteilar

Sumarið er tíminn til að prófa sig áfram í að blanda ljúffenga og litríka kokteila, ýmist áfenga eða áfengislausa. Á kokteilsíðu Vínbúðarinnar má finna fjölmargar spennandi uppskriftir og jafnvel hægt að flokka þær niður eftir tegund, lit eða tilefni. Njótið vel og munið að áfengi fylgir ábyrgð!

Allar fréttir
Allar fréttir

Austurrískt með grillinu

Ég grilla mikið af kjöti, fiski og pylsum á sumrin og þar af leiðandi vel ég drykkina eftir því. Þessa dagana er ég að vinna með austurrísk vín sem geta verið mjög skemmtileg, bæði rauð og hvít.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Hér leitum við að einhverju sem er líkt réttinum. Þar sem hann er frekar sætur er gott að velja sæt vín. Gæti verið skemmtilegt að velja eitthvað smá freyðandi. Einnig gæti verið skemmtilegt að nota kirsuberjavín eða recioto frá Valpolicella.

Allar uppskriftir

Með einni ákvörðun getur það sem upphaflega átti að gera góðan gleðskap betri leitt af sér hörmungar og ævarandi iðrun. Hér er verið að tala um það þegar menn setjast undir stýri eftir neyslu áfengis...

Allar rannsóknir og greinar