Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bjór og matur í október

01.10.2015

Í október beinist athyglin að bjór og mat í Vínbúðunum, en þar er hægt að nálgast ferskan bækling með spennandi matar-uppskriftum og fróðleik um hina helstu bjórflokka. Hér á vinbudin.is er einnig hægt að skoða bæklinginn í pdf.

Uppskriftirnar eru frá veitingahúsinu Frederiksen Ale House, en þar er mikið lagt upp úr því að nota öl í matargerðinni. Uppskriftirnar eru sköpunarverk Hjálmars Jakobs yfirkokks og niðurstaðan ætti að koma bragðlaukunum skemmtilega á óvart.

Í vörulistanum á vinbudin.is er hægt að skoða úrvalið eftir bjórflokkum með því að haka við í vöruleitinni, en þar er einnig hægt að finna út hvernig bjórtegundir henta best með matnum hverju sinni. Einnig er hægt að kynna sér helstu eiginleika algengustu bjórflokkana hér.

Verið velkomin!