Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Haust í Vínblaðinu

29.09.2015

Í septembertölublaði Vínblaðsins ræður haustið ríkjum. Þar má finna grein um rabarbara með uppskrift af rabarbaramauki og rabarbara og basilkokteil og eins ljúffenga uppskrift af sólberjalíkjör. Þar er einnig fróðleg umfjöllun um IPA bjórstílinn sem er afar vinsæll nú um stundir. Páll vínráðgjafi kennir okkur síðan undirstöðuatriðin í vínsmökkun sem gaman er að prófa í góðra vina hópi. Að venju má einnig finna fréttir úr vínheiminum, árgangatöflu og vöruskrá Vínbúðanna í Vínblaðinu. Vínblaðið má nálgast í næstu Vínbúð og hér á vefnum. Njótið vel!