Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Velkomin á nýjan vef!

08.07.2015

Nú er kominn í loftið splunkunýr vefur Vínbúðanna, vinbudin.is. 

Vefurinn var hannaður með það fyrir augum að vera notendavænn og skilvirkur fyrir viðskiptavini. 

Ein nýjung stendur upp úr en það er stórbætt leitarvirkni, hvort sem leitað er að uppskriftum, víni eða fróðleik. Nýja vöruleitin er sérstaklega þægileg í notkun og einfalt að leita að vörum eftir tegund, verði, Vínbúð, landi, hverju vínið passar með o.s.frv.

Önnur nýjung er bragðflokkun léttvína en nú er hægt að leita eftir bragðeiginleikum og sætu vína til að finna það sem fellur best að smekk hvers og eins. Vínin eru litakóðuð eftir bragðeiginleikum svo auðvelt er að sjá hvaða flokk þau falla í.

Í vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt vöruúrvalið á einum stað og fengið sent í næstu Vínbúð. Birgðastaða Vínbúða er aðgengileg nokkurn veginn á rauntíma og auðvelt að sjá vöruvalið í hverri Vínbúð fyrir sig. Kort af staðsetningu Vínbúða og opnunartíma hefur verið gert gagnvirkt og skemmtilegt í notkun. Sölutölur eru á myndrænu formi, og nú hægt skoða mánaðarlegar uppfærslur á mismunandi vegu.

Nýi vefurinn er skalanlegur og virkar því jafnt í tölvum, spjaldtölvum, símum og öðrum snjalltækjum en eldri farsímavefur verður tekinn úr notkun.

Góða skemmtun og njótið vel.