Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Öflugt skilríkjaeftirlit

11.06.2015

Á vef Grindarvíkurbæjar má sjá niðurstöðu könnunar sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum framkvæmdi nýverið. Ungmenni á aldrinum 17-18 ára voru send til að athuga hvort þau fengju afgreiðslu í Vínbúðunum Grindavík og Reykjanesbæ.

Ánægjulegt er að allir voru spurðir um skilríki og ekkert ungmennanna fékk afgreiðslu. Mikil áhersla er lögð á skilríkjaeftirlit í Vínbúðunum og augljóst að starfsfólk tekur það hlutverk sitt alvarlega.