Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínblaðið komið út

10.06.2015

Nú er splunkunýtt Vínblað komið í hillur Vínbúðanna þar sem áhugasamir geta nálgast það sér að kostnaðarlausu. Í blaðinu er að þessu sinni lögð áhersla á lífræn vín og sanngjarna framleiðslu því í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem þau vín eru í hávegum höfð. Gissur vínráðgjafi er með fróðlega grein um lífræn vín og þá má einnig finna spennandi uppskriftir að girnilegum réttum frá veitingastaðnum Gló, sem henta afar vel með lífrænum vínum.

Páll vínráðgjafi deilir með okkur uppskriftum af freyðandi sumardrykkjum sem ljúft er að njóta, jafnvel þó að sólin láti ekki sjá sig, auk uppskriftar að freistandi kræklingi með carbonara ívafi. Júlíus vínráðgjafi fer svo yfir það helsta sem ber að hafa í huga þegar vínföng eru valin fyrir sumarbrúðkaupið. Þetta og ýmislegt fleira í nýjasta Vínblaðinu, njótið vel!